Kraftmikil frammistaða Boston Celtics í Disneylandi

epa08682937 Miami Heat forward Bam Adebayo (C) is trapped by Boston Celtics (L-R) Marcus Smart, Grant Williams and Jayson Tatum during the second half of the NBA basketball Eastern Conference finals playoff game three between the Boston Celtics and the Miami Heat at the ESPN Wide World of Sports Complex in Kissimmee, Florida, USA, 19 September 2020.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Kraftmikil frammistaða Boston Celtics í Disneylandi

20.09.2020 - 13:02
Boston Celtics vann sinn fyrsta leik í úrslitum Austurdeildar NBA deildinni í nótt. Miami var 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik gærkvöldsins en Boston liðið var afar sannfærandi í leiknum.

 

Bost­on Celtics vann 117-106 og það sem meira er þá leiddi Celtics allan leikinn, staðan í hálfleik var 63-50.

Hjá Boston sáu Jaylen Brown, Jayson Tatum, Kemba Walker og Marcus Smart um stigaskorunina en þeir skoruðu allir yfir 20 stig. Stigahæstur var Brown með 26 stig. Hjá Miami var miðherji Miami, Bam Adebayo, atkvæðamestur með 27 stig og 16 fráköst.

Liðið sem er fyrr til að vinna fjóra leiki keppir til úrslita gegn annað hvort Denver Nuggets eða Los Angeles Lakers.