Katrín Tanja í úrslit heimsleikanna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Katrín Tanja í úrslit heimsleikanna

20.09.2020 - 13:52
Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér í gærkvöld keppnisrétt í úrslitum heimsleikanna í CrossFit. 

Undankeppnin var haldin víðs vegar um heiminn og þurftu keppendur að senda frá sér myndbönd við að gera æfingarnar sem fyrir þá var lagt. Aðeins fimm bestu í hverjum flokki komust í úrslitin sem verða haldin 19. til 25. október. Katrín Tanja endaði í 4. sæti undankeppninnar.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 20. sæti og komst því ekki áfram og Björgvin Karl Guðmundsson rétt missti af lestinni í karlakeppninni þar sem hann endaði í áttunda sæti.