Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Karl Bretaprins hvetur til viðbragða við loftslagsvá

epa06998770 Britain's Charles, the Prince of Wales (R) and his wife Camilla, Duchess of Cornwall visit the newly refurbished 'Maiden' Yacht in the river Thames in London, Britain, 05 September 2018. The yacht was used by the first all-female crew to sail in the Whitbread Round the World Race in which they finished second in 1990.  EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Karl Bretaprins hvetur heimsbyggðina til að nýta heimsfaraldur kórónuveirunnar til að bregðast við vánni af loftslagsbreytingum.

Prinsinn segir í ávarpi sem flutt verður við upphaf loftslagsviku sem hefst í New York á morgun, áhrif umhverfisbreytinga af mannavöldum vera mun stærra mál en faraldurinn.

„Ef við bregðumst ekki hratt og örugglega við glatar mannkynið tækifæri til endurstilla sig í átt að sjálfbærri framtíð fyrir alla,“ segir Karl. Þekkingin um vána sem við blasir hafi fylgt mannkyni of lengi, svert, ófrægð og afneituð.

Karl sem sjálfur veiktist af Covid-19 í mars hefur lengi barist fyrir sjálfbærni og viðbrögðum við loftslagsbreytingum.