Biden biðlar til þingmanna Repúblikana

Democratic presidential candidate, former Vice President Joe Biden speaks during a roundtable on economic reopening with community members, Thursday, June 11, 2020, in Philadelphia. (AP Photo/Matt Slocum)
 Mynd: AP
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hvatti þingmenn í dag til að koma í veg fyrir að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir kosningar. Hann sagðist enga von bera til þess að forsetinn eða leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni myndu ekki reyna að beita valdi sínu.

 

Biden sagðist því biðla til þeirra örfáu öldungadeildarþingmanna Repúblikana sem ráða muni úrslitum um að fylgja samvisku sinni.

Repúblikanaflokkurinn hefur 53 þingsæti af 100 í öldungadeildinni auk þess sem varaforsetinn ræður úrslitum ef atkvæði falla á jöfnu. Því þyrftu fjórir Repúblikanar að ganga úr skaftinu til að Trump gæti ekki útnefnt og fengið samþykktan nýjan hæstaréttardómara fyrir kosningar. 

Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana, þær Lisa Murkowski og Susan Collins, hafa báðar talað gegn því að nýr hæstaréttardómari verði skipaður fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi