Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ætlar að ræða við baklandið áður en þreifingar hefjast

20.09.2020 - 01:55
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri í Djúpavogi. - Mynd: Djúpavogshreppur / RÚV
Gauti Jóhannesson, oddviti sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi segir að engar meirihlutaviðræður séu hafnar eftir að úrslit sveitarstjórnarkosningar voru tilkynnt klukkan hálf eitt í nótt. Morgundagurinn verði nýttur til að ræða við baklandið.

Sjálfstæðisflokkurinn getur myndað tveggja flokka meirihluta með hvort sem er Framsókn eða Austurlistanum.

Framsókn og Austurlistinn gætu líka myndað þriggja flokka meirihluta með VG eða Miðflokki.

Í spilaranum hér að ofan með heyra viðtal Rúnars Snæs Reynissonar við Gauta sem tekið var klukkan hálf tvö í nótt. 

Í kosningunum fékk Framsókn 420 atkvæði og tvo menn. Sjálfstæðisflokkur 641 atkvæði og fjóra menn. Austurlistinn 596 atkvæði og þrjá menn. Miðflokkur 240 atkvæði og einn mann og VG 294 atkvæði og einn mann.