Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Útgöngubann víða í Madríd - 1.000 smit á hverja 100.000

19.09.2020 - 19:39
epa08443359 Several people wearing protective face masks keep a social distance as they travel in the subway, in Barcelona, Catalonia, Spain on 25 May 2020 during the first day of phase 1 of deescalation amid coronavirus pandemic in Barcelona. Madrid, Barcelona and Castilla Leon begin phase 1 of the desescalation, while the rest of the country is on phase 2.  EPA-EFE/Marta Perez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Útgöngubann tekur gildi í 37 hverfum í Madríd, höfuðborg Spánar, á mánudag. Þar er nýgengi smita um 1.000 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar er nýgengið hér á landi nú tæplega 42 smit á hverja 100.000 íbúa. 

Spánn er meðal þeirra Evrópuríkja sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum. Greind hafa verið 640.000 smit og dauðsföllin eru yfir 30.000. Smitum hefur fjölgað hratt síðustu vikur og í gær greindust yfir 14.000 manns með Covid- 19. 

Verst er staðan á stór-höfuðborgarsvæðinu, þar er tíðni smita helmingi meiri en meðaltalið á Spáni. Isabel Ayuso, forseti Madríd-héraðs, sagði á fundi með fjölmiðlum í gær að sums staðar á svæðinu hefðu smitin síðustu tvær vikur verið 1.000 á hverja 100.000 íbúa. Það sé mjög hátt hlutfall og því þurfi að grípa til hertra aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Hertu aðgerðirnar ná til 850.000, 13 prósent íbúa. 

Á mánudag má fólk bara fara út úr húsi til vinnu, í skóla eða til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Sex manna samkomubann tekur gildi, almenningsgörðum verður lokað og veitingastöðum þarf að loka klukkan tíu á kvöldin.  Hertu aðgerðirnar ná til 850.000, manns, 13 prósent íbúa.