Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Upplýsingafundur almannavarna í dag vegna fjölda smita

19.09.2020 - 10:50
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 14:00 vegna mikils fjölda smita. Á fundinum verða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.

Í gær var greint frá því að á fimmtudag hefði greinst 21 smit innanlands og að tveir væru á sjúkrahúsi. Á miðvikudag greindust 19 smit og 13 á þriðjudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru smitin mun fleiri í dag en síðustu daga.

Hér má nálgast útsendingu frá fundinum.