Upplýsingafundur almannavarna eftir 75 ný smit

19.09.2020 - 13:51
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, verða til svara á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Fundurinn er haldinn eftir að sífellt fleiri greinast með COVID-19 veikina í sýnatökum og greiningu. 75 greindust í gær og eru það hátt í fjórfalt fleiri en daginn áður.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.is, Rás 2 og í sjónvarpinu. Bein textalýsing verður hér að neðan.

 
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi