Tiger ekki í gegnum niðurskurð - Reed efstur

epa08064450 Captain Tiger Woods of the United States team plays a shot from the first tee during the first round of the Presidents Cup golf tournament at the Royal Melbourne Golf Club in Melbourne, Australia, 12 December 2019  EPA-EFE/SCOTT BARBOUR AUSTRALIA AND NEW ZEALAND  EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA

Tiger ekki í gegnum niðurskurð - Reed efstur

19.09.2020 - 09:39
Opna bandaríska meistaramótið í golfi fer fram þessa dagana á Winged Foot vellinum í New York. Sigurvegarinn frá því 2018, Patrick Reed, leiðir eftir tvo hringi en Tiger Woods hefur lokið leik þar sem hann slapp ekki í gegnum niðurskurð.

Niðurskurðurinn á sér stað á risamótum eftir að 36 holur hafa verið leiknar, Tiger byrjaði mótið ekki nægilega vel en hann lék á 77 högg­um í gærkvöld og lauk leik á sam­tals á tíu högg­um yfir pari Winged Foot vall­ar­ins. Völl­ur­inn er gríðarlega erfiður og hátt grás umlykur allar brautir, í gær var hann ennþá erfiðarari þegar byrjaði að blása hressilega á keppendur.

Patrick Reed er efstur eftir fyrstu tvo keppnisdagana á fjórum höggum undir pari, næstur á eftir honum er Bryson DeChambeu á þremur undir pari. Margir af bestu kylfingum heims náðu ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á þessum erfiða velli en búast má við því að lokaskor keppenda í efstu sætunum verði ekki langt undir pari.