Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Skotárás í garðveislu í Rochester

19.09.2020 - 11:43
A police line (police tape) established at the scene of a car crash in the Cedar-Riverside neighborhood of Minneapolis, Minnesota.
 Mynd: Tony Webster/Wikicommons
Tveir létust og 14 særðust í skotárás í garðveislu í Rochester í New York-fylki í Bandaríkjunum í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir varðstjóra lögreglunnar á svæðinu að í kringum hundrað manns hefðu verið á hlaupum um svæðið þegar lögregluna bar að garði.

Skotárásin átti sér stað í Marketview Heights-íbúahverfinu í Rochester. Þau látnu, kona og maður, eru á aldrinum 18-22 ára og nöfn þeirra hafa ekki verið gerð opinber. Þau 14 sem særðust voru flutt á sjúkrahús og samkvæmt AFP fréttastofunni eru þau ekki í lífshættu.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og lögreglan hefur ekki gefið neitt út um skotvopnin sem voru notuð. Skotárásum og morðum hefur fjölgað víða í Bandaríkjunum á árinu, meðal annars í Rochester.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV