Óvenjuleg Emmy-verðlaunahátíð á óvenjulegum tímum

Jordan Horowitz, producer of "La La Land," shows the envelope revealing "Moonlight" as the true winner of best picture at the Oscars on Sunday, Feb. 26, 2017, at the Dolby Theatre in Los Angeles. Presenter Warren Beatty and host Jimmy
 Mynd: AP

Óvenjuleg Emmy-verðlaunahátíð á óvenjulegum tímum

19.09.2020 - 02:37

Höfundar

Emmy verðlaunahátíðin verður með óvenjulegu sniði þetta árið, eins og flest á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel verður kynnir frammi fyrir nánast tómu húsi í Los Angeles á sunnudagskvöld.Stjörnurnar verða annars staðar. Upptökutæki hafa hafa verið send til þeirra sem sem tilnefnd eru til verðlauna. Þær stjörnur eru út um víða veröld.

Þær munu ekki ganga eftir rauðu teppi baðaðar í skærum blossum myndavélanna. Heima hjá sér má fólk vera klætt eins og að vill segir í skilaboðum skipuleggjenda til þeirra tilefndu. Þeim þætti ánægjulegt að sjá kjóla, skart og smókínga en klukkan þrjú að nóttu væri í góðu lagi að klæðast fallegum náttfötum. 

Skipuleggjendur og menningarblaðamenn hafa mikla trú á því að Jimmy Kimmel muni farast verkið vel úr hendi enda vanur að eiga við undarlegar uppákomur.

Margir minnast atviks við Óskarsverðlaunaafhendinguna 2017 þegar röng kvikmynd var kynnt sem mynd ársins. Þá var Kimmel stjórnandi og tókst vel að leysa úr uppákomunni.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár

Sjónvarp

Watchmen, Succession og Maisel með flestar tilnefningar

Popptónlist

Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna