Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig

epa08324861 (FILE) - Venezuelan President Nicolas Maduro speaks during a press conference in Caracas, Venezuela, 12 March 2020 (reisuued 26 March 2020). US Attenorney General Barr on 26 March 2020 announced the US had charged president Maduro and other Venezuelan officials with crimes related to drug-trafficking.  EPA-EFE/Miguel Gutierrez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.

Pompeo sem er á stuttu opinberu ferðalagi til fjögurra ríkja Suður Ameríku notaði tækifærið til að þrýsta á Maduro að segja af sér. Pompeo gerði þrengingar þeirra fimm milljóna sem hafa þurft að flýja efnahagsástandið í Venesúela undir stjórn Maduros að umfjöllunarefni.

Utanríkisráðherrann bandaríski heimsótti flóttamannabúðir við bæinn Boa Vista í Brasilíu og hafði á orði að allir sem hann hefði rætt við vildu snúa aftur heim. Talið er að um 260 þúsund Venesúelabúa hafist við í búðunum.

„Maduro hefur lagt eigið land í rúst,” segir Pompeo, kallaði hann hamfarir í mannslíki og eiturlyfjasala. Þar vísaði hann til ásakana dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á hendur forsetanum og náinna félaga hans, fyrr á þessu ári. „Maduro á að hypja sig úr embætti,“ segir Pompeo.

Gríðarlegur efnahagssamdráttur hefur orðið í Venesúela á sjö ára valdatíð Maduros. Honum hefur tekist að hrinda öllum valdaránstilraunum og situr enn sem fastast.