Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Lokun samfélagsmiðilsins TikTok frestað vestra

19.09.2020 - 23:54
epa08678605 (FILE) - A close-up shows the video-sharing application 'TikTok' on a smart phone in Berlin, Germany, 07 July 2020 (reissued 18 September 2020). The US Commerce Department on 18 September 2020 announced that downloads of ByteDance's video sharing app TikTok and multi-purpose messaging and payment platform WeChat will be blocked in the US starting 20 September 2020.  EPA-EFE/HAYOUNG JEON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lokun fyrir niðurhal kínverska samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum verður frestað til 27. september næstkomandi hið minnsta.

Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta í dag. Til stóð að bannið tæki gildi á morgun sunnudag.

Ákvörðun er tekin í ljósi nýorðinna vendinga. TikTok staðfesti í dag að Oracle sæi um tæknilega hlið miðilsins vestra með því að vista öll gögn þarlendra notenda. Jafnframt mun verslunarkeðjan Walmart annast viðskiptahliðina.

Með því verði komið til móts við áhyggjur bandarískra stjórnvalda af öryggi samfélagsmiðilsins, að sögn talskonu kínverska fyrirtækisins ByteDance sem á TikTok.

Auk segir hún í samtali við AFP fréttastofuna að vonast sé til að framtíð miðilsins í Bandaríkjunum verði tryggð með þessari lausn.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar því sem hann kallar stórkostlegan samning sem hann hefði veitt blessun sína.