Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Lögregla leysir upp mótmæli á Trafalgar-torgi

epa08681181 Protesters at a 'Resist & Act For Freedom Rally'  demonstration in at Trafalgar Square London, Britain, 19 September 2020. The rally run by suspended former nurse Kate Shemirani is a forum for people who believe the Covid virus is a hoax and are anti-vaccine and government intervention.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir eitt þúsund safnaðist saman á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna í dag. Tilgangurinn var að mótmæla fyrirhuguðum hugmyndum yfirvalda um auknar samkomutakmarkanir.

Lögregla leysti mótmælin upp og 32 voru handtekin. Mótmælendur báru borða með áletrunum á borð við „Covid er blekking“ og „Minn líkami. Mitt val. Nei við grímunotkun“.

Mótmælendunum var skipað að yfirgefa torgið því þeim og öðrum stafaði hætta af framferði þeirra. Í yfirlýsingu lögreglunnar sagði að mótmælendur hefðu einnig sýnt ógnandi tilburði og því yrðu brugðist við af hörku gagnvart öllum mannsafnaði á svæðinu.

Þeim sem hafa skipulagt samskonar mótmæli hefur verið gert að greiða 10 þúsund punda sekt sem jafngildir ríflega 1760 þúsund krónum. Reglum samkvæmt mega nú aðeins sex koma saman í senn á Englandi.

Undanþágur eru veittar frá þeirri reglu sé um pólítísk mótmæli er að ræða sé öðrum viðmiðunum til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar fylgt.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV