Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Forseti Perú verður ekki sviptur embætti

19.09.2020 - 03:22
epa08679195 President of Peru, Martin Vizcarra (C), along with President of the Congress, Manuel Merino (L), attends a plenary session in the Congress in Lima, Peru, 18 September 2020. Peruvian Congress opened the final debate on 18 September to remove President Martín Vizcarra accused of 'permanent moral incapacity' for his apparent attempts to hide a minor case of corruption, a procedure that in principle does not have the necessary votes to expel the president from power.  EPA-EFE/Paolo Aguilar
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þing Perú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Martin Vizcarra forseti landsins verður ekki sviptur embætti.

Forsetinn lá undir grun um að hafa hindrað framgang rannsóknar á spillingu embættismanna.

Í upphafi þingfundar ávarpaði Vizcarra þingmenn og í kjölfarið hófust umræður um brottrekstur hans úr embætti. Þær stóðu í tíu klukkustundir.

Svo fór að 32 af 130 kusu með embættismissi, 78 gegn og fimmtán sátu hjá. Minnst þurftu 87 að telja Vizcarra sekan til þess að hann hefði verið sviptur embætti forseta Perú.