Fimm myndir í uppáhaldi hjá Sölva Tryggvasyni

Mynd með færslu
 Mynd: FB

Fimm myndir í uppáhaldi hjá Sölva Tryggvasyni

19.09.2020 - 11:19

Höfundar

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur slegið í gegn á nýjum vettvangi með hlaðvarpsþáttum þar sem hann ræðir við áhugavert fólk úr ýmsum áttum.

Sölvi settist niður með Felix Bergssyni í Fram og til baka á Rás 2 og sagði frá fimm kvikmyndum sem haft hafa áhrif á hann á lífsleiðinni.

The Godfather þríleikurinn

„Ég varð fyrir miklum áhrifum af henni á sínum tíma. Fannst þær allar góðar en þriðja þó síst, en ég á erfitt með að gera upp á milli númer 1 og 2. Það er bæði ofboðslega flottur söguþráður og góð leikstjórn. Síðan eru þarna þrír leikarar sem ég flokka undir hluta af mínum uppáhalds; það eru Marlon Brando, Al Pacino og Robert De Niro.“

Mynd með færslu
 Mynd: WB

Eyes Wide Shut

„Hún er eftir líklega minn uppáhalds leikstjóra, Stanley Kubrick, mér finnst hún dæmi um snilldina í Kubrick. Myndirnar hans voru yfirleitt þannig að þegar þær komu út þá fengu þær yfirleitt svona miðlungs góða dóma. En eftir fimm til tíu ár voru þær komnar í fimm stjörnur. Hann var einhvern veginn alltaf á undan sinni samtíð.“

Mynd með færslu
 Mynd: WB

The Shining

„Þetta er sú mynd sem hefur setið lengst í mér. Ég var ungur þegar ég sá hana fyrst og var hræddur mjög lengi. Þetta gaf mér martraðir mjög lengi. Ég er ekki mikill hryllingsmyndamaður og það tók mig langan tíma að þora að horfa á hana í annað skiptið.“

Mynd með færslu
 Mynd: WB

Fight Club

„Það er rosalega mikið lagt í handritið og miklar pælingar í þessari mynd. Mér fannst ég ná henni betur þegar ég horfði á hana í annað skiptið. Brad Pitt er frábær og Edward Norton líka. Inn á milli er mikil heimspeki í þessu og þetta er mynd sem ég horfi á með reglulegu millibili. Mér finnst ég alltaf ná einhverju nýju í henni, sem er til marks um góða list hvort sem það eru bækur eða bíómyndir, ef maður enduruppgötvar það í hvert skipti sem maður horfir á þær þá er eitthvað gott í gangi.“

Mynd með færslu
 Mynd: WB

The Big Lebowski

„Coen-bræður eru meistarar í að búa til eftirminnilega karaktera. Big Lebowski er mynd sem var og er næstum því költ.“

Mynd með færslu
 Mynd: WB

Felix Bergson fór yfir fimmuna hjá Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni í Fram og til baka á Rás 2. Hlustaðu á þáttinn í spilara RÚV.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Hætti að geta slökkt á sársaukanum

Uppáhalds íslenska lag unga fólksins

Popptónlist

Íslendingar kusu sitt uppáhalds Kim Larsen lag

Bókmenntir

Fimm uppáhalds sumarbækur Yrsu Sigurðardóttur