Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Björguðu flóttafólki af bátum á sjó úti

19.09.2020 - 17:53
epa07358480 A group of people attends a ceremony to rename the NGO Sea-Eye's ship 'Profesor Albrecht Penck' with the name of Alan Kurdi, the Syrian migrant child that died in the Mediterranean Sea and whose body was washed ashore a beach in Bodrum, Turkey, in September 2014, and thus became a symbol of the refugee crisis, in Palma de Mallorca, Balearic Islands, Spain, 10 February 2019.  EPA-EFE/CATI CALDERA
Alan Kurdi, skip hjálparsamtakanna Sea Eye. Mynd: EPA-EFE - EPA
Forsvarsmenn þýsku samtakanna Sea-Eye sögðust í dag hafa bjargað 114 flóttamönnum af bátum á Miðjarðarhafi. Fyrst hefði Alan Kurdi, skip samtakanna, bjargað 90 manns af drekkhlöðnum gúmbát vestur af strönd Líbíu og skömmu síðar hefði það tekið 24 um borð af fiskibát.

„Þau sendu ekki frá sér neyðarkall, af ótta við að líbíska strandgæslan myndi sækja þau, og lögðu sig því í hættu,“ sagði Gorden Isler, forseti Sea-Eye. Hann sagði ekkert um hvert samtökin hygðust flytja fólkið. 

Mun fleiri hafa reynt að komast frá Afríku yfir Miðjarðarhaf til Evrópu í ár en á sama tíma og í fyrra. Talið er að um fimmtán þúsund hafi reynt að komast frá Líbíu til Evrópu það sem af er ár og rúmlega tíu þúsund frá Túnis. Í það minnsta 300 hafa látist en óttast er að mun fleiri hafi farist.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV