Áhorfendabann um helgina

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Áhorfendabann um helgina

19.09.2020 - 12:41
Handknattleikssamband og knattspyrnusamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda.

HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem áhorfendabann var boðað og KSÍ fór sömu leið stuttu síðar, þetta staðfesti formaður KSÍ í samtali við RÚV rétt í þessu. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag.

Uppfært 13:21

Körfuknattleikssamband Íslands boðaði rétt í þessu sömu aðgerðir og verður áhorfendum meinaður aðgangur að leikjum sambandsins um helgina.