Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Smit hjá starfsmanni innan Orkuveitunnar

Mynd með færslu
 Mynd: Orkuveitan
Starfsmaður Orku náttúrunnar greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun vikunnar. Átta starfsmenn á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hafa síðan þá haldið sig heima.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er smit starfsmannsins rakið til föstudagskvöldsins 11. september. Starfsmönnum Orkuveitunnar var greint frá smitinu á þriðjudag í kjölfar þess að viðkomandi greindist smitaður.

Meðal ráðstafana sem Orkuveitan hefur gripið til í faraldrinum er að sótthreinsa starfsstöðvar á milli klukkan sex og átta á morgnanna, auk þess sem skrifstofurými og snertifletir eru sótthreinsaðir tvisvar á dag.