Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Loka fyrir WeChat og TikTok í Bandaríkjunum

18.09.2020 - 19:08
Erlent · Bandaríkin · Kína · TikTok · WeChat
Mynd með færslu
 Mynd: EPA-EFE
Bandarísk stjórnvöld ætla að loka á niðurhal kínversku samfélagsmiðlanna TikTok og WeChat á sunnudag. Lokað verður alfarið á TikTok 12. nóvember en á WeChat á sunnudag. 

Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta í dag og er ákvörðunin verulega umdeild. Á TikTok deilir fólk myndböndum en í WeChat er meðal annars hægt að senda skilaboð og greiða rafrænt.

Bandarísk stjórnvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af því að notkun miðlanna sé ógn við þjóðaröryggi og telja að Kínverjar safni upplýsingum í gegnum öppin. Því hafa kínversk stjórnvöld alfarið neitað. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur þrýst á að fyrirtækin verði í bandarískri eigu og hefur Oracle átt í viðræðum við eiganda TikTok.