Flóttamenn í neyð undan strönd Grikklands

18.09.2020 - 11:03
epa08677979 A handout photo made available by the European Space Agency (ESA) shows Copernicus Sentinel-3 mission captured image of the Mediterranean hurricane, or 'Medicane' Ianos crossing the Ionian Sea and approaching Greece, 17 September 2020 (issued 18 September 2020). A rare hurricane-like cyclone in the eastern Mediterranean, a so-called 'Medicane', named Ianos is forecasted to make landfall on 18 September 2020.  EPA-EFE/ESA / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Óveðurslægðin við Grikkland. Mynd: EPA-EFE - ESA
Gríska strandgæslan segir að borist hafi í morgun neyðarkall frá báti flóttamanna og hælisleitenda undan vesturströnd Grikklands. Í bátnum séu allt að fimmtíu og fimm manns.

Ekki hafi verið hægt að senda skip þeim til aðstoðar að svo stöddu, en hjálparbeiðni send til annarra skipa í nágrenninu.

Öflug lægð hefur valdið talsverðum usla á grískum eyjum á Jónahafi í morgun, flóðum og rafmagnsleysi, auk þess sem samgöngur hafa raskast. Björgunarsveitir á eyjunum hafa átt annríkt, en ekki er vitað þar um manntjón.

Spáð er vonskuveðri á þessum slóðum næsta sólarhring og að hvasst verði einnig á meginlandi Grikklands vestanverðu í dag.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi