Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fjórir starfsmenn íbúðakjarna smitaðir

Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Fjórir starfsmenn íbúðakjarna í Grafarvogi fyrir fólk með þroskahamlanir og einhverfu hafa greinst með kórónuveirusmit.. Verið er að skima íbúa á heimilinu. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að þetta hafi mikil áhrif á starfsemina, en allt verði gert til að halda henni eins stöðugri og hægt er.

Í íbúðakjarnanum búa sex og þar starfa 40 manns. Regína segir að nú sé verið að skima heimilisfólk. „Við erum að reka sólarhringsstarfsemi sem er órofin. Sumt af okkar fólki, sem þarna býr, á erfitt með að fara í sóttkví og við tókum húsnæði á leigu til að geta skipt starfseminni upp,“ segir Regína.