Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fimm frökk fyrir helgina

Mynd með færslu
 Mynd: UMG - Feel Away

Fimm frökk fyrir helgina

18.09.2020 - 12:51

Höfundar

Við komum víða við í Fimmunni að þessu sinni og meðal þess sem er í boði er óléttur rappari, huggulegur bræðingur, syngjandi þýskur teknóguð, plötusnúður í loftbelg og maðurinn sem fann upp reggí.

Slowthai ft James Blake & Mount Kimbie - Feel Away

Prakkarinn hann Slowthai er orðinn óléttur og kominn á fæðingardeildina með allavega fimm í útvíkkun í nýja myndbandinu sínu. Lagið Feel Away sem hann vinnur með James Blake og Mount Kimbie fjallar síðan um að setja sig í spor annara, það er að segja vina, fjölskyldu eða maka, til að reyna skilja betur hvað sé eiginlega í gangi í hausnum á þessu liði.


Tom Misch & Yussef Dayes - Tidal Wave

Plata þeirra félaga, tónlistarmannsins Tom Misch, sem er líka slyngur pródúser, og trommarans Yussef Dayes, hefur heldur betur slegið í gegn hjá tónlistarunnendum því það jafnast ekkert á við jazzslagsíðu. Og þrátt fyrir að það sé bara verið að vinna með og notalega lýsingu og engan óþarfa hávaða, rólegheita bræðing og huggulega innistemmningu, þá eru allir að dilla sér.


Paul Kalkbrenner - Parachute

Þýski teknóguðinn og pródúserinn Paul Kalkbrenner er á léttu nótunum í nýja laginu sínu Parchute sem kom út í enda júlí og er meira að segja sungið. Það þýðir þó ekki að lagið, sem er hans fyrsti söngull í ár, sé leiðinlegt og ódanshæft, sei sei nei, þarna er sko eitthvað töfr.


Ben Böhmer ft. Romain Garcia - Cappadocia

Áfram höldum við með þýska teknóguða og pródúsera og nú er það Ben Böhmer sem sérhæfir sig í djúphúsi. Með honum í teknópoppslagaranum Cappadocia er Romain Garcia. Í myndbandinu má sjá Böhmerinn plötusnúðast í loftbelg yfir Tyrklandi sem er örugglega frekar gaman.


Toots & The Maytals - Warning Warning

Endum þetta á Toots & The Maytals en söngvari sveitarinnar lést á heimili sínu á Jamaíku 77 ára að aldri, þann 11. september. Söngvarinn og boxarinn Toots Hibbert var stórmerkilegur fýr og það er meðal annars sagt að hann hafi fyrstur notað orðið reggea. Eftir sveitina liggja klassískir slagarar eins og Pressure Drop, Monkey Man, 54-46 (Thats My Number) og Funky Kingston en lagið Warning Warning er á nýju plötu sveitarinnar Got To Be Tough sem kom út í ár og er ansi gott.


Fimman á Spottanum