Drottningin sviptir Weinstein viðurkenningu

18.09.2020 - 21:04
epa08344673 A handout photo made available on 05 April 2020 by the Buckingham Palace of Queen Elizabeth II during her address to the nation and the Commonwealth in relation to the coronavirus epidemic. The address was recorded at Windsor Castle. 
**NOTE TO EDITORS: This handout photo may only be used in for editorial reporting purposes for the contemporaneous illustration of events, things or the people in the image or facts mentioned in the caption. Reuse of the picture may require further permission from the copyright holder.**  EPA-EFE/BUCKINGHAM PALACE  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - PA WIRE / BUCKINGHAM PALACE
Elísabet Bretlandsdrottning hefur svipt Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðanda, heiðri sem honum hlotnaðist árið 2004. Hann hlaut orðu breska heimsveldisins fyrir framlag til breskrar kvikmyndagerðar. Nú hefur sú orðuveiting verið afturkölluð og nafni hans eytt út af lista yfir þá sem hlotið hafa heiðurinn. Weinstein afplánar 23 ára fangelsisdóms vegna nauðgunar og fleiri kynferðisbrota. Hann braut gegn fjölda kvenna þegar hann var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandi heims.

Tilkynning um afturköllun orðuveitingarinnar var birt í The Gazette, nokkurs konar stjórnartíðindum Breta, í dag. Þar sagði að drottningin hefði ákveðið að afturkalla og ómerkja orðuveitingu Weinsteins og fella nafn hans af lista verðugra. 

Drottningin hefur svipt ýmsa menn orðunni eftir að þeir hafa orðið uppvísir að lögbrotum eða einhverju því framferði sem þykir grafa undan virðingu orðunnar.

Meðal þeirra sem hafa hlotið orðuna en síðan verið sviptir henni eru ástralski listamaðurinn Rolf Harris sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot. Hann hafði áður gert málverk af drottningunni áttræðri. Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, missti orðuna vegna mannréttindabrota og brota gegn lýðræðislegum stjórnarháttum. Nicolae Ceauseascu, fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu, var sviptur orðunni daginn áður en hann var tekinn af lífi árið 1989 þegar járntjaldið sem skildi Evrópu að féll í hverju landinu á fætur öðru. Anthony Blunt, listráðgjafi drottningar, reyndist njósnari í þágu Sovétríkjanna og varð þá að sjá eftir orðunni. Þá kostuðu stjórnunarhættir Fred Goodwin við stjórnvölinn á Royal Bank of Scotland í aðdraganda hrunsins hann orðuna.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi