Aðgerðir hertar öðru sinni í Ísrael

18.09.2020 - 11:35
Erlent · Asía · Ísrael
epa08672570 member of the  United Hatzalah emergency medical services organization wearing a  protective suit  collect a Coronavirus swab sample in Jerusalem, Israel 16 September 2020.  The Israeli cabinet approved a full three weeks lockdown during the Jewish holidays period beginning on 18 September aimed to prevent the spread of the coronavirus and COVID-19 disease outbreak.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Sýni tekið úr vegfaranda í Jerúsalem. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hertar aðgerðir og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Ísrael í morgun, en þetta er í annað skipti sem gripið er til svo harkalegra ráðstafana í landinu af þeim sökum.

Aðgerðirnar gilda í hálfan mánuð, en blaðið Jerusalem Post segir líklegt að þær verði svo framlengdar um viku eða meira.

Staðfestum smitum hefur fjölgað verulega í Ísrael að undanförnu, en ríflega 5.200 greindust þar með kórónuveiruna síðasta sólarhring. Heildarfjöldi greindra smita í Ísrael nálgast nú 180.000 síðan faraldurinn hófst. Nærri 1.200 hafa látist þar úr COVID-19.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi