Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Tikanovskaja til fundar við utanríkisráðherra ESB-ríkja

17.09.2020 - 15:53
epa08624176 Belarus opposition leader Svetlana Tikhanovskaya speaks in video conference as Committee on Foreign Affairs of the European Parliament (AFET) holds an extraordinary meeting on the political situation in Belarus, in Brussels, Belgium, 25 August 2020. Large-scale civic protests against Lukashenka's regime continue following the presidential elections of 09 August, which were considered neither free nor fair by the European Union. AFET members will discuss actions the European Union should take to support the cause of democracy and freedoms in Belarus and reassess its cooperation with Minsk, including within the Eastern Partnership.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET
Svetlana Tikanovskaja ávarpar fulltrúa á Evrópuþinginu. Mynd: EPA-EFE - EPA
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja, ásamt Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, ræða við hvítrússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Svetlönu Tikanovskaju í Brussel á mánudag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talmsanni Borrell. Fundur þeirra er haldinn áður en utanríkisráðherrarnir ræða viðskiptarefsingar gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.

Evrópusambandið neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi 9. ágúst, þar sem Alexander Lukasjenka var lýstur sigurvegari af kjörstjórn. Forsetinn, sem hefur setið í embætti í 26 ár, er sakaður um stórfellt kosningasvindl. Þá hefur hann og ríkisstjórn hans verið gagnrýnd harðlega fyrir ofbeldi gegn mótmælendum undanfarnar vikur.