Helga Vala - P.J. Harvey og Jimi Hendrix

Den amerikanske guitarist og sanger jimi Hendrix optræder i Falkonercentret i København.; The American musician and singer-songwriter James Marshall "Jimi" Hendrix (1942 - 1970) at a concert in Falkoner Center in Copenhagen.;
 Mynd: Rás 2

Helga Vala - P.J. Harvey og Jimi Hendrix

17.09.2020 - 16:27

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Helga Vala Helgadóttir þingman Samfylkingarinnar. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00.

Vinur þáttarins sendir lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Cry of Love - fyrsta plata Jimi Hendrix sem kom út eftir að hann lést, en hann lést þennan dag, 18. September 1970 - fyrir hálfri öld.

Þessi plata sem heitir Cry of Love kom út 5. Mars 1971 - rúmu hálfu ári eftir að hann lést. Upptökustjórinn Eddie Kramer kláraði að setja plötuna saman úr þeim lögum sem hann var að vinna með Hendrix þegar hann lést, og honum til aðstoðar voru trommuleikarinn Mitch Mitchell og umboðsmaðurinn Michael Jeffery. Hendrix, Kramer og Mitchell eru skráðir upptökustjórar plötunnar og umboðsmaðurinn einskonar framkvæmdastjóri verksins.
Það var Reprise útgáfan sem gaf plötuna út og hún seldist vel bæði t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Lög af plötunni komu seinna út á öðrum plötum þar sem reynt var að skapa plötuna sem Hendrix var í raun að gera 1970. Ein heitir Voodo Soup og kom út 1995 og önnur sem kom 1997 heitir First Rays of the new Rising Sun.
Þessi plata sem Hendrix var aðgera var fyrsta platan hans eftir að hljómsveitin Jimi Hendrix Experience leystist upp og hann gerði með nýju hljómsveitinni, Band of Gypsys, tromaranum Micth Mitchell og bassaleikaranum Billy Cox.
Platan var tekin upp í nýja hljóðverinu hans Hendrix í New York, Electric Lady studios sem er enn starfandi og margir stærstu listamenn heims hafa unnið þar.

Tengdar fréttir

Tónlist

Maggi Stef - Deep Purple og The Byrds

Tónlist

Ómar Guðjóns - The Beatles og The Cure

Tónlist

Kristinn Snær - Living Colour og Metallica

Tónlist

Björn Ingi - U2 og Rolling Stones