Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Flóttafólk flutt í nýjar búðir á Lesbos

17.09.2020 - 08:19
epa08674351 People with their belongings stand in a line as refugees and migrants from the destroyed Moria camp start to enter a new temporary camp near Kara Tepe, Mytilene, Greece, 16 September 2020. According to reports, Greek police have arrested six refugees of Afghan origin as alleged arsonists of Moria camp.  A fire broke out in the overcrowded Moria Refugee Camp early 09 September 2020, destroying large parts of some 13,000 refugees' accommodations. The Greek Ministry for Migration and Asylum is trying to persuade the migrants and refugees living on the streets, in the surrounding areas and even the rooftops and yards of nearby businesses, to move into a new facility at Kara Tepe.  EPA-EFE/DIMITRIS TOSIDIS
Flóttafólk bíður í röð við nýjar búðir á Lesbos. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Lögreglan á grísku eynni Lesbos byrjaði í morgun að safna saman flóttafólki og hælisleitendum og koma þeim fyrir í nýjum búðum sem verið er að reisa í stað Moria-búðanna sem brunnu til grunna í síðustu viku.

Í gær höfðu um 1.200 flóttamenn komið sér fyrir í hinum nýju búðum, en margir þeirra ríflega tólf þúsund manna sem í Moria-búðunum dvöldu neituðu að fara þangað.

Þeir kváðust óttast að þurfa að dvelja þar mánuðum saman á meðan verið væri að fjalla um umsókn þeirra um hæli í Grikklandi eða annars staðar í Evrópu.

Þorri flóttafólksins hefur dvaldist undir berum himni síðan búðirnar brunnu, en í morgun var lögregla fengin til að flytja það í nýjar búðir.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær Grikki til að hraða afgreiðslu hælisumsókna. Lögregluyfirvöld segja stefnt að því að helmingur flóttamanna og hælisleitenda á Lesbos verði farinn þaðan um jól, en afgangurinn fyrir næstu páska.