Duplantis með hæsta stökk sögunnar utanhúss

epa08677147 Armand Duplantis of Sweden in action during the new Pole Vault world record (6,15 mt) at the IAAF Pietro Mennea Golden Gala Diamond League Meeting at Stadio Olimpico in Rome, Italy, 17 September 2020. Having broken the world record indoors twice this season, the Swedish star eclipses Sergey Bubka's 26-year-old outdoor mark in Rome. He cleared 6.15m with his second attempt.  EPA-EFE/GIUSEPPE FAMA
 Mynd: EPA

Duplantis með hæsta stökk sögunnar utanhúss

17.09.2020 - 21:49
Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt á Demantamóti í Róm í kvöld. Hann náði þá hæsta stökki sögunnar utanhúss.

Ekki er gerður greinarmunur á stökkum innan- og utanhúss þegar kemur að metum í stangarstökki en heimsmet Duplantis, 6,18 metrar, var sett innanhúss í febrúar síðastlinum.

Hæsta stökk sögunnar utanhúss átti hinsvegar Úkraínumaðurinn Sergei Bubka og var það 6,14 metrar frá árinu 1994.

Duplantis, sem er aðeins tvítugur að aldri, gerði sér hins vegar lítið fyrir og flaug yfir 6,15 metra í Róm í kvöld. Hann er því nú handhafi hæsta stökks karla innan- og utanhúss, fyrstur allra síðan Bubka afrekaði það sama.

Fleiri keppendur voru í stuði í kvöld því Elaine Thompson-Herah frá Jamaíku, Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, náði besta tíma ársins í greininni þegar hún hljóp á 10,85 sekúndum.

Norðmaðurinn Karsten Warholm bætti svo mótsmetið í 400 metra grindahlaupi þegar hann kom í mark á 47,07 sekúndum.
 

Tengdar fréttir

Frjálsar

Næst hæsta stökk sögunnar hjá Duplantis

Frjálsar

Bætti annað heimsmetið á einni viku

Íþróttir

Ungur Svíi setti heimsmet í stangarstökki