Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Ballarin á landinu í vikunni vegna hlutafjárútboðsins

17.09.2020 - 13:38
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Michele Ballarin, fjárfestir og stjornarformaður US Aerospace Associates LLC, var á landinu í vikunni vegna mögulegrar þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair. Gunnar Steinn Páls­son, talsmaður Ballarin á Íslandi, staðfestir við fréttastofu að hafa hitt hana þegar hún átti í raun að vera í sóttkví.

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin á Íslandi, sagðist í samtali við Vísi ábyrgur fyrir misskilningi sem leiddi til þess að Ballarin virti ekki sóttkví. Hann hafi á þeim tímapunkti talið að hún uppfyllti núgildandi sóttvarnareglur.

Hlutafjárútboðinu lýkur klukkan fjögur í dag. Stefnt er að því að safna allt að 23 milljörðum í útboðinu og verða niðurstöður væntanlega kynntar á morgun.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV