Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlaða smitaðir

16.09.2020 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi í Reykjavík hafa greinst með COVID-19. Gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða með það að leiðarljósi að hefta frekara smit án þess að skerða þjónustu við íbúa.

Tveir íbúar í sóttkví

Báðir starfsmennirnir sem smituðust starfa náið með einstaklingum sem þurfa sólarhringsþjónustu. Því eru tveir íbúar kjarnanna, sem starfsmennirnir önnuðust, komnir í sóttkví. Þeir fara í sýnatöku í dag og verður fylgst náið með líðan þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Í Grafarvogi þurfa sex starfsmenn að fara í sóttkví og um tuttugu í Breiðholti. Vaktirnar verða mannaðar með öðru starfsfólki velferðarsviðs.

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi