Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

„Þetta er sannkallaður fjölskyldukækur“

Mynd: RÚV / Með okkar augum

„Þetta er sannkallaður fjölskyldukækur“

16.09.2020 - 15:03

Höfundar

Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju, er dóttir prests og ólst upp á Laufási í Eyjafirði. „Við sem höfum alist upp í sveit höldum alltaf að það sé best. Laufás var sérstakur staður því það er kirkjujörð, þar er falleg gömul kirkja og torfbær, og prestssetrið sem við bjuggum í.“

Jóna Hrönn var gestur í Með okkar augum. Hún sagðist hafa byrjað ung að fara með föður sínum í messu og hjálpa honum við sunnudagaskólann. „Af okkur sex systkinunum voru þrjú sem urðu prestar. Ég hef stundum sagt þetta sé eins og kækur. Svo er maðurinn minn prestur, Bjarni Karlsson, og ég á stelpu sem er búin að klára trúarbragða- og guðfræði. Þannig að þetta er sannkallaður fjölskyldukækur.“ Hún hefur nokkuð óhefðbundnar hugmyndir um guð. „Líkami guðs er vistkerfið. Ég held að guð sé í þér, því þú ert hluti af náttúrunni. Hann er í öllu sem lifir.“ Aðspurð segist hún trúa því að guð sé hvorki karl né kona. „Ég held guð sé eitthvað svo miklu, miklu, miklu stærra. Ég held að guð sé svo stór að það sé ekki til orð yfir hann eða hana.“

Það erfiðasta við preststarfið að sögn Jónu er þegar hún þarf að jarða börn og ungt fólk. „Ég held mér finnist skemmtilegast að tala við börn. Mér finnst alltaf eins og ég sé í guðfræðinámi þegar ég tala við börn.“

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir ræddi við séra Jónu Hrönn Bolladóttur síðasta þætti af Með okkar augum sem er á dagskrá RÚV klukkan 20:00 í kvöld.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Þakklátur að geta verið samkynhneigður og ráðherra

Myndlist

Stoltastur af að hafa ekki gefist upp

Dans

Vinna gegn fordómum um fatlaða líkama með dansverki

Íþróttir

„Var aldrei viss um að ég væri nógu góður“