Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Skima allt starfsfólk ÍE vegna smits

16.09.2020 - 14:04
Fáni íslensku erfðagreiningarinnar fyrir utan hús íslenskrar erfðagreiningar.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Íslensk erfðagreining skimar allt starfsfólk sitt í dag eftir að smit kom upp hjá starfsnema úr Háskólanum í Reykjavík sem vann að verkefni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Allir sem unnu á sömu hæð og starfsneminn voru skimaðir í gær og sendir í sóttkví.

Kári Stef­áns­son greinir frá þessu við Mbl.is.

Hann reiknar með því að ef nemandinn hefði smitað einhvern starfsmann hefði sá hinn sami greinst jákvæður í skimun í gær. Hann hafði ekki verið í húsinu síðan á fimmtudag.

Kári segir fyrirtækið ætla að bjóða upp á skimun fyrir alla í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV