Íslensk erfðagreining skimar allt starfsfólk sitt í dag eftir að smit kom upp hjá starfsnema úr Háskólanum í Reykjavík sem vann að verkefni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. Allir sem unnu á sömu hæð og starfsneminn voru skimaðir í gær og sendir í sóttkví.