Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Sjávarútvegsdagurinn rafrænn í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Sjávarútvegsdagurinn
Greint verður frá afkomu sjávarútvegsfyrirtækja á síðasta ári og frá rekstri eldisfyrirtækja á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn er í dag. Að þessu sinni verður fundurinn aðeins sendur út á vefnum. Útsendingin hefst klukkan 8:30 og gert er ráð fyrir dagskránni ljúki klukkan 10.

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, greinir frá afkomu sjávarútvegsfyrirtækja eins og síðustu ár. Fundurinn er haldinn af Deloitte, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtökum atvinnulífsins.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, ávarpar fundinn. Það gera líka Rebeka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, Bjarni Ármannsson, forstjóri Icelandair Seafood International, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV