Hólmfríður aftur í atvinnumennsku

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Hólmfríður aftur í atvinnumennsku

16.09.2020 - 20:11
Knattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Avaldsnes og mun því ekki leika meira með Selfyssingum í sumar.

 

Þetta staðfesti Hólmfríður í samtali við sunnlenska.is síðdegis í dag. Hólmfríður þekkir vel til hjá Avaldsnes en hún spilaði 70 leiki fyrir félagið á árunum 2012 til 2016.

„Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri fyrir mig og stór viðurkenning eftir góða frammistöðu með Selfossi. Ég ætlaði ekki að fara aftur í fótbolta eftir að hafa eignast barn en Selfoss gaf mér tækifæri og ég hef átt frábæran tíma hér. Núna finnst mér að ég geti gefið aðeins meira í og spilað í sterkari deild," sagði Hólmfríður í samtali við sunnlenska.is fyrr í dag.

Hólmfríður varð bikarmeistari með Selfyssingum á síðasta tímabili og segir ekki koma til greina að leika fyrir annað félag á Íslandi.