Gylfi skoraði og lagði upp í sigri Everton

epa08674266 Michael Keane of Everton celebrates with teammate Gylfi Sigurdsson (R) after scoring the opening goal during the English Carabao Cup second round match between Everton and Salford City in Liverpool, Britain, 16 September 2020.  EPA-EFE/Peter Powell / Pool EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Gylfi skoraði og lagði upp í sigri Everton

16.09.2020 - 21:23
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik og skoraði sitt hundraðasta mark í enskum fótbolta er lið hans, Everton, lagði Salford að velli í enska deildarbikarnum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton ásamt því að bera fyrirliðabandið er liðið lagði Salford City 3-0 í enska deildarbikarnum í kvöld.

Gylfi byrjaði á að leggja upp mark fyrir Michael Keane áður en hann skoraði svo sjálfur á 74. mínútu leiksins. Moise Kean bætti svo við þriðja markinu úr víti þegar skammt var eftir.

Mark Gylfa var mark númer 100 hjá honum með enskum knattspyrnuliðum.