Guðrún Brá fer vel af stað í Tékklandi

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Guðrún Brá fer vel af stað í Tékklandi

16.09.2020 - 20:39
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði fór vel af stað á LET Access mótaröðinni í golfi í dag. Að þessu sinni er leikið í Prag í Tékklandi.

 

Guðrún sem er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik spilaði á Amundi Czech Ladies Challenge mótið er eins og áður sagði hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Hún lék gott golf í dag og fékk meðal annars tvo fugla. Guðrún er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu.