Guðni Valur með fimmta lengsta kast ársins

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Guðni Valur með fimmta lengsta kast ársins

16.09.2020 - 17:16
Guðni Valur Guðnason bætti síðdegis í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmóti ÍR í Laugardalnum. Guðni Valur kastaði kringlunni 69,35 metra og bætti um leið 31 árs gamalt Íslandsmet í greininni.

Fyrra metið var 67,64 metrar sem Vésteinn Hafsteinsson setti árið 1989. Metið hafði því staðið lengi en Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og er í dag kringlukastþjálfari og þjálfar Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir.

Fyrir átti Guðni Valur 65,53 metra frá árinu 2018 og var hann því að bæta sig um rétt tæpa fjóra metra. Guðni hefur verið að glíma við meiðsli síðustu mánuði og því lítið getað keppt í sumar. Hann fór hins vegar að komast af stað aftur fyrir nokkrum vikum og fór að kasta yfir 60 metra.

Fyrra metið var 67,64 metrar sem Vésteinn Hafsteinsson setti árið 1989. Metið hafði því staðið lengi en Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og er í dag kringlukastþjálfari og þjálfar Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir.

Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastari í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum ár. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir því. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi.