Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fjölskyldan fannst ekki þegar hún átti að fara á brott

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þegar flytja átti egypska fjölskyldu af landi brott frá Íslandi í morgun fannst fólkið ekki. Fjölskyldan fær ekki pólitískt hæli hér á landi. Þess vegna verða þau send aftur til Egyptalands.

Ekki tókst að senda fjölskylduna úr landi því að fólkið var ekki á staðnum þegar það átti að sækja það. Fólkið er farið í felur og það er ekki vitað hvar það er.

Lögmaðurinn þeirra er að reyna að fá málinu breytt svo fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Hann ætlar með málið fyrir dómstóla. Hann er ósáttur við að yfirmaður hjá Útlendingastofnun hafi sagt að það væri fjölskyldunni sjálfri að kenna að hún var ekki send fyrr úr landi. Lögmaðurinn segir að stofnunin hefði sjálf átt að vísa þeim á brott strax í janúar.

Hann segir að fólkið gæti sótt um venjulegt dvalarleyfi á Íslandi í staðinn fyrir pólitískt hæli. Það sé hins vegar erfitt að fá dvalarleyfi, sérstaklega núna þegar atvinnuleysi er mikið.