Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Egypska fjölskyldan fór ekki úr landi í morgun

16.09.2020 - 10:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ekki var unnt að vísa egypsku fjölskyldunni úr landi í morgun eins og til stóð. Fólkið var ekki á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist fylgja þeim úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fólksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Embætti ríkislögreglustjóra.

Vísa átti Kehdr-fjölskyldunni frá Egyptalandi úr landi fyrir klukkan átta og flytja þau til Amsterdam. Þaðan áttu þau að fara áfram til Kaíró í Egyptalandi.

Málið er áfram á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra, að því er segir í tilkynningu.