Barbados kveður bresku krúnuna

16.09.2020 - 16:48
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 Mynd: Wikimedia Commons
Sandra Mason, landstjóri Barbados, lýsti því yfir á landsþingi þeirra í gær að Elísabet II Bretlandsdrottning verði sett af sem æðsti þjóðhöfðingi ríkisins í nóvember á næsta ári. AFP fréttastofan greinir frá. Yfir hálf öld er síðan Barbados hlaut sjálfstæði frá Bretum. Mason sagði tíma til kominn að ríkið segði skilið við nýlendusögu sína. 

 

Barbados tilheyrir breska samveldinu þó ríkið hafi öðlast sjálfstæði fyrir nærri 54 árum. 30. nóvember á næsta ári verða 55 ár liðin frá sjálfstæði ríkisins, og þykir ráðamönnum rétt að nýta það tækifæri til að segja sig frá bresku krúnunni.

Auk Stóra-Bretlands er Elísabet drottning æðsti þjóðhöfðingi fimmtán annarra ríkja. Það eru: Antigúa og Barbúda, Ástralía, Bahama-eyjar, Barbados, Belís, Kanada, Grenada, Jamaíka, Nýja-Sjáland, Papúa Nýja-Gínea, Saint Kitts og Nevis, Saint Lucia, Saint Vincent og Grenadine, Salómonseyjar og Túvalú.
 

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi