Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Snarpur skjálfti fannst vel á Akureyri og Húsavík

15.09.2020 - 15:03
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Mjög snarpur jarðskjálfti varð laust fyrir klukkan þrjú en hann fannst vel á Akureyri og Húsavík. Skjálftinn var 4,6 að stærð og voru upptök hans um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúar sem höfðu samband við fréttastofu sögðust hafa fundið vel fyrir skjálftanum en hann hefði þó staðið stutt yfir.

Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að tilkynningar um skjálftann hafi borist víða af á Norðurlandi. 

Hann segir spennubreytingar á Tjörnesbrotabelti valda því að spenna losnaði á Húsavíkur Flateyjar misgenginu.

Fréttin hefur verið uppfærð

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
odinnso's picture
Óðinn Svan Óðinsson