Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Segir Netanyahu ekki vilja ræða við Palestínumenn

15.09.2020 - 09:47
epa07819855 Leader at  the Israeli Blue and White Party  and former finance minister Yair Lapid speaks during the 'Influencers Conference' of the Israeli leading News Channel 12 in Tel Aviv, Israel, 05 September 2019. Israeli legislative election will be held on 17 September.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Yair Lapid. Mynd: EPA-EFE - EPA
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur engin áform um að hefja friðarviðræður við Palestínumenn. Þetta sagði Yair Lapid, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, í morgun. 

Lapid, sem hefur þrýst á friðarviðræður milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, sagði að stjórn Netanyahus hefði í raun engin áform um að ræða eitt eða neitt við Palestínumenn.

Hann gagnrýndi einnig framgöngu stjórnarinnar gagnvart kórónuveirufaraldrinum og sakaði hana um algjört klúður.

Aðgerðir til að takmarka útbreiðslu faraldursins hafa verið hertar á ný þar sem staðfestum smitum hefur fjölgað verulega að undanförnu, en nærri fimm þúsund greindust smitaðir í Ísrael síðasta sólarhring.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV