Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Samningar undirritaðir í Washington í dag

A man wearing a face mask against the coronavirus drives past flags, from left, of the United States, United Arab Emirates, Israel and Bahrain at the Peace Bridge in Netanya, Israel, Monday, Sept. 14, 2020. For the first time in more than a quarter-century, a U.S. president will host a signing ceremony between Israelis and Arabs at the White House, billing it as an "historic breakthrough" in a region long known for its stubborn conflicts. (AP Photo/Ariel Schalit)
Fánar Bandaríkjanna, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Ísraels og Barein. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Í dag verður undirritaðir samningar um eðlileg samskipti Ísraels við Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein og fer sú undirritun fram í Washington.

Þar með verða fjögur arabaríki með eðlilegt stjórnmálasamband  við Ísrael, en Egyptar undirrituðu friðarsamning við Ísraels árið 1979 og Jórdanía árið 1994. Palestínustjórn hefur hvatt arabarríki til að sniðganga undirritunina.

Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í gær að hún yrði til að binda enda á friðaráætlun arabaríkja um Ísrael og Palestínu og rjúfa einingu arabaríkja.

Í friðaráætlun arabaríkja er kveðið á um að viðurkenna Ísrael eftir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með Austur-Jerúsalem með höfuðborg. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV