Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Opinn framboðsfundur í kvöld í nýju sveitarfélagi

15.09.2020 - 12:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Fjögur sveitarfélög á Austur
Opinn framboðsfundur verður í kvöld fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Kosið verður á laugardaginn og fimm listar eru í framboði: Austurlistinn, Framsókn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn.

Tveir frambjóðendur frá hverjum lista verða í Menntaskólanum á Egilsstöðum í kvöld en vegna samkomutakmarkana verða engir áhorfendur í sal. Þess í stað getur fólk fylgst með fundinum á Facebook-síðu Austurfréttar. Fundurinn hefst kl. 20 og áhorfendur geta sent inn spurningar í gegnum appið Mentimeeter. Áður en fundur hefst er hægt að senda inn spurningar á netfangið [email protected] eða [email protected]

Það eru Austurfrétt/Austurglugginn og sveitarfélagið Fljótsdalshérað sem standa fyrir fundinum. 

Annað kvöld eftir útvarpsfréttir klukkan 18 mætast svo oddvitar framboðanna í Speglinum sem sendur er út á Rás 1 og Rás 2.