Ólafsfirðingar hvattir til að spara heita vatnið

15.09.2020 - 14:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vegna vinnu við borholu í Ólafsfirði eru notendur beðnir um að spara heita vatnið eins og kostur er. Ráðgert er að ljúka aðgerðum á föstudag.

Í tilkynningu frá Norðurorku segir að reiknað sé með að aðgerðum ljúki föstudaginn 18. september. Fólk er hvatt til að hafa glugga lokaða og draga úr kyndingu húsa þar til vinnunni lýkur.

Vaðlaug, fosslaug og lendingarlaugar við rennibrautir í sundlauginni verða ekki hitaðar frá deginum í dag til 18. september.

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi