Madonna hyggst leikstýra eigin ævisögu

epa05749543 (FILE) - A file photo dated 15 February 2016 shows US singer, songwriter and actress Madonna during a promotional event in Tokyo, Japan, 15 February 2016. According to news reports on 25 January 2017, Madonna has applied for the adoption of
 Mynd: EPA

Madonna hyggst leikstýra eigin ævisögu

15.09.2020 - 23:03

Höfundar

Söng- og leikkonan Madonna tilkynnti í dag að hún hyggist leikstýra kvikmynd um ævi sína. Hún sagði að áherslan í myndinni beindist að tónlistinni sem hefði verið drifkrafturinn í lífi hennar.

„Hver er betur til þess fallinn að segja sögu mína en ég?“ spurði Madonna í yfirlýsingu á heimasíðu söngkonunnar. Hún sagðist luma á mörgum sögum sem aldrei hefðu verið sagðar, hvetjandi sögum um þá heljarreið sem líf hennar hefði verið. Universal kvikmyndaverið framleiðir myndina. 

Madonna á langan feril að baki í kvikmyndum allt frá því hún lék í Desperately Seeking Susan árið 1985. Madonna hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir leik hennar í aðalhlutverki í kvikmyndinni Evita árið 1996. Hún lék einnig í A League of Their Own, Dick Tracy, Body of Evidence og Swept Away meðal annarra mynda. Madonna hefur tvívegis leikstýrt kvikmyndum í fullri lengd og einni stuttmynd.