
Koma á stjórnmálasambandi milli Ísrael og arabaríkja
Með samningunum kemst á stjórnmálasamband milli Ísraels og tveggja arabaríkja, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein. Þá eru fjögur arabaríki með eðlilegt stjórnmálasamband við Ísrael, en áður hafa Egyptaland og Jórdanía undirritað friðarsamning.
Afar skiptar skoðanir eru um ágæti samningsins sem undirritaður var í Washington í dag. Sumir líta á hann sem sögulega stefnubreytingu. Aðrir segja að þeir séu ekki sögulegir og leiða ekki til neins friðs, enda geri samningarnir ekkert annað en að draga samskipti ríkjanna, sem þegar eiga sér stað, upp á yfirborðið.
Það sem samningarnir munu þó hafa í för með sér eru til dæmis viðskiptahagsmunir því nú geta Ísraelar farið að stunda viðskipti við furstadæmin og Barein. Þá hefur samband ríkjanna það í för með sér að bandalag Bandaríkjanna gegn Íran verður sterkara.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í Washington í dag að fimm eða sex önnur ríki væru viljug til þess að taka upp stjórnmálasamband við Ísrael. Hann nefndi þó engin ríki, þó hann væri beðinn um það.
Stjórnvöld í Palestínu hvöttu arabaríki til þess að ríkin sniðgangi undirritunina, enda verði samkomulagið til þess að binda enda á friðaráætlun arabaraíkja um Ísrael og Palestínu.