Gera legnám á innflytjendum í varðhaldi

15.09.2020 - 06:55
epa07692734 Colorful sun umbrellas can be seen on the Mexican side through the wall and the barbwires delimiting the border between the US and Mexico stretches into the Pacific Ocean next to San Diego, California, USA, 02 July 2019 (03 July 2019). On the Mexican side people are enjoying the beach up to against the wall when on the US side there is strict delimitation of a no man's land on an empty beach. Located in the International Friendship Park, it used to be a binational where the gate between the two countries would open on Mexican holiday 'Children's day' (2013, 2015 and 16) during which children and adults from pre-selected families divided by the border are allowed to meet and embrace briefly. However, the new San Diego Border Patrol Sector chief Rodney Scott announced in April of 2018 that the door opening event would no longer be allowed to take place, the doors are then shut since November 2017.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA
Hjúkrunarfræðingur sem vann við heilsugæslu á varðhaldsstöð fyrir ólöglega innflytjendur í Georgíuríki í Bandaríkjunum ljóstraði í gær upp um hryllilegar aðstæður og meðferð á fólkinu sem þar er í haldi.

Hjúkrunarfræðingurinn Dawn Wooten vann í þrjú ár í varðhaldsstöðinni í Irwin-sýslu í Georgíuríki. Þar er fólk í haldi sem bandaríska innflytjendaeftirlitið hefur handsamað.

Í umkvörtun segir hún að fólkið sé vanrækt, það búi við lélegar sóttvarnir varðandi COVID-19 og hættulegt og óhreint umhverfi yfir höfuð. Fólki sem kvartar undan aðbúnaði í varðhaldsstöðinni er hent í einangrun að sögn Wooten. Sjálf hlaut Wooten stöðulækkun og var hún áminnt fyrir að hafa orð á þessu við yfirmenn sína.

Þekktur fyrir legnámsaðgerðir

Wooten greindi einnig frá miklum fjölda legnámsaðgerða sem gerðar voru á konum í varðhaldi. Aðgerðirnar voru gerðar á konum sem töluðu aðeins spænsku, og virtust þær ekki skilja hvers vegna þær hefur undirgengist aðgerðina.

Wooten sagði lækni utan varðhaldsstöðvarinnar hafa gert aðgerðirnar á konum sem kvörtuðu undan miklum tíðarverkjum. Margar kvennanna hafi þó ekki skilið hvað hefði gerst. Stundum hafi hjúkrunarfræðingar sótt samþykki frá sjúklingum með því að gúggla spænsku, að sögn Wooten. Hún segir lækninn þekktan fyrir að gera legnámsaðgerðir, nánast allir sjúklingar sem fari á skurðstofu hans fari í legnám.

Leið eins og á tilraunastofu

Wooten vísar til nokkurra þeirra kvenna sem dvöldu í varðhaldsstofnuninni. Ein þeirra segist ekki hafa verið nægilega deyfð þegar aðgerðin var gerð á henni. Hún segist hafa heyrt lækninn segja að hann hafi óvart fjarlægt rangan eggjastokk, sem leiddi svo til þess að hún er ófær um að eignast börn.

Önnur kona leitaði til læknis til þess að tæma þvagblöðruna, en var send í legnámsaðgerð. Ein kvennanna tjáði Wooten að eftir að hafa hitt allar þessar konur sem legið var fjarlægt úr liði henni eins og þetta væru einhverjar fangabúðir þar sem tilraunir eru gerðar á líkömum fanganna. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi