Fara í viku sóttkví til þess að sýna list á Hvammstanga

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV

Fara í viku sóttkví til þess að sýna list á Hvammstanga

15.09.2020 - 11:20

Höfundar

Tuttugu listamenn sem koma fram á Alþjóðlegu brúðulistahátíðinni Hvammstangi International Puppet Festival fara í sjö daga sóttkví á Hótel Laugabakka áður en hátíðin hefst í byrjun næsta mánaðar. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir að Hvammstangi henti fullkomlega fyrir hátíð sem þessa.

„Allir jákvæðir og afslappaðir“

Hátíðin verður haldin 9. til 11. október. Þar verða tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum en það er brúðuleikhúsið Handbendi stýrir hátíðinni. Á hátíðinni verða tónlistarviðburðir, listsýningar, fyrirlestrar og smiðjur fyrir börn svo eitthvað sé nefnt.

Greta Clough, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir í samtali við fréttastofu að það sé mikil áskorun að halda listahátíð á tímum heimsfaraldurs en brúðulistahátíðin er nú haldin í fyrsta sinn. „Þetta hefur samt gengið rosalega vel, listamennirnir eru mjög jákvæðir og afslappaðir gagnvart þessu,“ segir Greta. 

Tóku hótel á leigu

Hún segir að stærsta verkefnið sé að hýsa listamenn sem verða að fara í sóttkví. Allir erlendu listamennirnir koma til landsins viku áður en hátíðin verður sett og fara í sóttkví. Hafa skipuleggjendur hátíðarinna tekið Hótel Laugarbakka á leigu þar sem listamennirnir munu hafa aðsetur. 

„Við erum svakalega spennt fyrir hátíðinni og að bjóða fólki hingað á Hvammstanga. Hér hafa allir tekið okkur opnum örmum og við vonumst til þess að sjá sem flesta gesti.“ 

Farið eftir öllum reglum

Greta segir að hátíðin uppfyll öll skilyrði sem núgildandi sóttvarnarreglur kveði á um og Hvammstangi hafi alla innviði sem hátíð sem þessi þarf. Hún áréttar að gripið verði til allra nauðsynlegra ráðstafana í samræmi við fyrirmæli almannavarnanna ef aðstæður í samfélaginu breytast. 
 

 

Tengdar fréttir

Húnaþing vestra

Ræktin á Hvammstanga lokuð sjö sinnum á dag vegna þrifa

Leiklist

Brúðuleikhús sem er bannað börnum

Norðurland

23 flóttamenn komnir til Hvammstanga